Tæp sextán tonn af fiski frá Fiskmarkaði Hólmavíkur voru seld í gegnum Fisknet, reiknistofu fiskmarkaða í gær. Aflinn var frá sex bátum og uppistaða hans var þorskur og ýsa. Hæsta verð fyrir kíló af þorski var 275 krónur og 234 krónur fékkst hæst fyrir ýsu.
| Tegund | Kg |
| Þorskur | 7.600 |
| Þorskur undir | 920 |
| Ýsa | 6.750 |
| Ýsa undir | 480 |
| Hlýri | 5 |
| Samtals | 15.755 |