26/12/2024

Svaðilfari í Perlunni

Mikið fjör er nú í Perlunni og fullt af fólki. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is rakst á Þórð Halldórsson í Laugarholti þar sem hann er að kynna hestaferðirnar: "Það er ótrúlega gaman á svona sýningum, ég tek alltaf virkan þátt í svona kynningum á Vestfjörðum ef ég get. Svo hef ég  farið tvisvar til Þýskalands á stórar ferðaþjónustusýningar til að kynna fyrirtækið, en það er ekkert sem toppar Perluna." Vel hefur gengið að bóka fyrir sumarið og er fullbókað í ferðir Svaðilfara í sumar. Búið er að dagsetja ferðir á árinu 2007, 1.-9. júlí og 12.-20. júlí, og þegar er byrjað að bóka í þær.

Ljósm. Dagrún Ósk