27/12/2024

Sundnámskeið fyrir fullorðna

Nú eru að fara aftur í gang á Hólmavík sundnámskeið fyrir fullorðna, en þau hefjast næstkomandi þriðjudag þann 8. nóvember klukkan 17:00. Kennt verður 3 sinnum í viku. Námskeiðið er tíu tímar og kostar 5000 krónur. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Ásu Einarsdóttir í síma 456-3626 og gefur hún allar frekari upplýsingar og tekur á móti skráningum.