22/12/2024

Sundmót HSS á laugardag

Laugardaginn 13. júní fer fram héraðsmót HSS í sundi í Íþróttamiðstöðinni Hólmavík og hefst mótið kl. 12:00. Keppendur yngri en 10 ára fá allir þátttökupening fyrir keppnina, en byrjað verður á elstu keppendunum og endað á þeim yngstu. Gestir eru velkomnir í laugina til keppni, eða til að horfa á. Einnig eru menn velkomnir til starfa á bakkanum, í tímatöku og skráningu á tímum. Skráningu lýkur á miðnætti á föstudag og skulu keppendur skrá sig hjá Val í síma 847-7075 eða valur@sporthusid.is.