22/12/2024

Sundmót HSS á Hólmavík

Í fréttatilkynningu frá Kolbeini Jósteinssyni framkvæmdastjóra Héraðssambands Strandamanna kemur fram að sundmót HSS sem haldið verður á morgun laugardag, hefur verið fært til Hólmavíkur og fer fram í sundlaug Íþróttamiðstöðvarinnar Hólmavík. Upphaflega stóð til að sundmótið færi fram í Gvendarlaug hins góða á Klúku í Bjarnarfirði. Vefur Héraðssambands Strandamanna er á vefslóðinni www.123.is/HSS.