22/12/2024

Sumartónleikar um landið vítt og breitt

Sumarið 2009 ætla Kári Friðriksson tenór og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari að halda tónleika vítt og breitt í kirkjum landsins og þar á meðal á Hólmavík 21. júlí kl. 20:00. Á tónleikunum er fjölbreytt efnisskrá en sungnar eru vinsælar aríur úr
óperum Donizetti, Puccini, Verdi, íslensk og þýsk einsöngslög, sígild
meistarverk píanótónskáldanna Chopin, Schumanns, Mendelssohn og
Debussy. Aðgangseyrir er kr. 2.000.- og rennur þriðjungur af honum til góðra málefna á tónleikastöðunum.


Tónleikarnir fara fram sem hér segir:

Sauðárkrókskirkja 13. júlí kl. 20:00
Þórshafnarkirkja 14. júlí kl. 20:00
Húsavíkurkirkja
15. júlí kl. 20:00
Dalvíkurkirkja 16. júlí kl.
20:00
Víðistaðakirkja 20. júlí kl. 20:00
Hólmavíkurkirkja
21. júlí kl. 20:00
Tónlistarskóli Akraness 22. júlí kl.
20:00