22/12/2024

Straumlaust í nótt

Íbúar í nýjasta hverfinu á Hólmavík, utan við Sýslumannshallann, þurfa að draga fram gömlu góðu upptrekktu vekjaraklukkuna eða þá láta GSM símann sjá um að vekja liðið á morgun, því hverfið verður straumlaust frá klukkan 5 í nótt og fram til 7 eða þar um bil. Ástæðan er vinna við lagfæringar í spennistöðinni við Miðtún sem starfsmenn Orkubús Vestfjarða starfa að í nótt.