22/12/2024

Strandabúðin ársgömul

StrandabúðinStrandabúðin sem er sölubúð Galdrasýningar á Ströndum á vefnum er eins árs um þessar mundir. Af því tilefni hefur verið komið upp greiðslukortakerfi á síðunni, sem stækkar markaðssvæðið umtalsvert. Þá er hægt að greiða með öllum helstu greiðslukortum í öruggu umhverfi sama hvar í veröldinni viðskiptavinurinn er staddur. Vörurnar er síðan sendar með pósti á réttan áfangastað. Á þessu ári sem vefurinn hefur verið starfræktur lætur nærri að komið hafi pöntun að meðaltali hálfsmánaðarlega og stefnt er að því að auka hlut vefjarins í sölu á minjagripum og vörum Galdrasýningarinnar verulega á næsta ári. Slóðin inn á Strandabúðina er www.strandabudin.strandir.saudfjarsetur.is.