30/10/2024

Steikar- og Heiðuveisla

Í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní á morgun þá verður líf og fjör á Café Riis. Klukkan 18:00 hefst mikil matar og menningarveisla en á boðstólum verða allra handa steikur á hlaðborði og stendur til kl. 20:00. Um kvöldið troða svo Heiða Ólafs og félagar upp og halda uppi dansi fram á nótt. Aðgangseyrir á dansleikinn er aðeins kr. 1.000. Strandamenn eru hvattir til að mæta og njóta frábærs matar og tónlistar í tilefni dagsins.