22/12/2024

Spurningakeppni – síðustu forvöð

Vinningslið Strandagaldurs 2004Skráningarfrestur í Spurningakeppni Strandamanna 2005, sem Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir, lýkur næstkomandi sunnudag, þann 30. janúar. Skráning liða hefur gengið ágætlega en þó er enn pláss fyrir slatta af liðum í keppninni, að sögn Jóns Jónssonar, forstöðumanns Sauðfjársetursins. Í hverju liði þurfa að vera þrír einstaklingar sem hafa gaman af lífinu og tilverunni og eru tilbúnir í að spreyta sig í skemmtilegum og léttum spurningaleik við allra hæfi. Hægt er að skrá lið í síma 451-3180 eða í gegnum netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is.

Stefnt er að því að dregið verði í fyrstu umferð strax á mánudaginn og að sjálfsögðu munu niðurstöður dráttarins verða birtar fyrst hér á strandir.saudfjarsetur.is. Hér með eru allir Strandamenn, hvar sem þeir eru staddir, hvattir til að setja saman lið og skrá sig í keppnina sem er að festa sig í sessi sem geysilega mikilvægur hluti af menningarlífi íbúa í Strandasýslu.