22/12/2024

Spurningakeppni í kvöld

Harðsnúið lið Strandahesta mætir Skrifstofu HólmavíkurhreppsÍ kvöld kl. 20:00 verður þriðja og næstsíðasta keppniskvöldið í Spurningakeppni Strandamanna haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík. Nú er komið að 8 liða úrslitum og leiða þar saman hesta sína þau lið sem sigruðu í 16 liða úrslitum síðustu 2 kvöld. Búast má við miklu fjöri og hetjulegri keppni. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir þá sem komnir eru af grunnskólaaldri, en frítt fyrir yngri deildina. Gos, kaffi og sælgæti selt á staðnum. Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir framtakinu og spyrill og dómari er Kristín S. Einarsdóttir.