23/12/2024

Spenna fyrir Karaokekeppni Braggans

640-kar3

Hin árlega Karaokekeppni Braggans á Hólmavík verður haldin laugardaginn 10. október og hefst kl. 21:00. Lítið hefur enn sem komið er spurst út um keppendur og lögin sem þau flytja, en öruggt má telja að mikið fjör muni einkenna viðburðinn eins og síðustu ár. Viðburðurinn er raunar meira í ætt við Eurovision keppni en karaoke, því mikið er lagt upp úr búningum og sviðsframkomu á þessari skemmtilegu keppni. Kynnir verður Kristín Sigurrós Einarsdóttir sem sinnt hefur því hlutverki með heiðri og sóma oftsinnis áður. Það er Café Riis sem stendur fyrir keppninni og hefur gert mörg undanfarin ár.