22/12/2024

Söngvakeppni Ozon

Á fimmtudaginn var fór fram söngvakeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík. Alls kepptu sjö atriði þar um að komast fyrir hönd Ozon í söngvakeppni Samfés á næsta ári. Sigurvegari í keppninni að þessu sinni varð Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir sem flutti lagið Stand by you með aðstoð Bjarkar Ingvarsdóttur sem sá um bakraddir og Barkar Vilhjálmssonar sem lék undir á gítar.

Á síðasta ári keppti Árdís Rut Einarsdóttir fyrir hönd Ozon í söngvakeppni Samfés og stóð sig með ágætum. Hér með fylgir mynd af siguratriðinu að þessu sinni.