22/12/2024

Snjódagurinn ógurlegi á Ströndum

Alþjóða skíðasambandið FIS stendur fyrir sérstökum alþjóðlegum snjódegi sunnudaginn 22. janúar. Aðildarþjóðir eru hvattar til að brydda upp á nýjungum á þeim degi í því augnamiði að hvetja börn til að iðka skíðaíþróttir. Á Íslandi er verkefnið hugsað sem samstarfsverkefni SKÍ, skíðafélaga, skíðasvæða og styrktaraðila sem taki höndum saman um að bjóða öllum börnum 12  ára og yngri ókeypis á skíði eða bretti þennan dag. Skíðafélag Strandamanna mun leggja sitt af mörkum og bjóða upp á ókeypis kennslu í skíðagöngu fyrir alla sem vilja. 

Sunnudaginn 22. janúar verður æfing fyrir krakka kl. 11:00-12.30 í Selárdal eins og æfingatafla Skíðafélagsins segir til um. Þangað eru nýir iðkendur ávallt velkomnir hvort sem þeir eru félagar í skíðafélaginu eða ekki.

Klukkan 13-15 á sunnudaginn verður svo boðið upp á kennslu í skíðagöngu fyrir unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna og eru allir velkomnir. Lögð verður áhersla á að kenna grundvallaratriðin í hefðbundinni skíðagöngu.  Eftir námskeiðið verður þátttakendum boðið upp á kakó og meðlæti í boði Skíðafélagsins.  Leiðbeinendur á sunnudaginn verða Ragnar Bragason og Rósmundur Númason og e.t.v. fleiri og hvetja þeir alla til að mæta káta og hressa á sunnudaginn í Selárdal. 

Skíðafólk

frettamyndir/2012/640-snjodagur3.jpg

frettamyndir/2012/640-snjodagur.jpg

Frá starfsemi Skíðafélagsins – myndir frá Ragnari Bragasyni