23/12/2024

Smalamennskur allar helgar

Þessa daga og vikur snýst allt um smalamennskur hjá bændum og þá er gott að eiga góða að sem koma til hjálpar á þessum annatíma sem haustið er. Fjölmargir brottfluttir Strandamenn koma heim í smalamennskur á haustin, leitir og réttir, og margir fleiri leggja hönd á plóg við það verkefni að ná kindum af fjalli og heim í hús. Þessum myndum var smellt af í heimasmölun í Steinadal í Kollafirði um helgina. Þar eru jafnan margir sem leggja sitt af mörkum við að smala og ragast í fé, hvernig sem viðrar.

Smalamennska í Steinadal – ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is