04/10/2024

Slitlagsframkvæmdir á Hólmavík

Unnið var að slitlagsframkvæmdum á Hólmavík í gær og lagt yfir slitlagið í hluta af götunum í „Hverfinu“ á Hólmavík. Mikil þörf var orðin á slíkum framkvæmdum í einstökum götum sem hafa farið illa, sérstaklega var leiðinlegt að aka Lækjartúnið fyrir þessa löngu tímabæru aðgerð. Vonandi endist viðgerðin sem lengst, en framtíðarlausnin er að leggja malbik á göturnar.

Lækjartúnið var orðið býsna ógreiðfært á köflum

Slitlagsviðgerðir á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson