23/12/2024

Skólahald fellur niður

Aftakaveður er nú víða um land. Þæfingsfærð eða ófært er á Ströndum öllum og rafmagn fór víða af á svæðinu um kl. 6:00 í morgun, enda stórhríð og ekkert ferðaveður. Nú kl. 8:00 er enn rafmagnslaust á Drangsnesi, í Bjarnarfirði og Árneshreppi. Skólahald hefur verið fellt niður í Grunnskólanum á Hólmavík og Borðeyri vegna veðurs.