22/12/2024

Skemmtilegir tónleikar hjá Heru

Hera á Café RiisTónlistarkonan Hera hélt stórskemmtilega tónleika á Café Riis á Hólmavík á dögunum og flutti þar meðal annars lag sem hún hafði samið samdægurs í koníaksstofunni á staðnum. Var flutningnum vel tekið og gestir fóru hamingjusamir heim. Hera heldur úti síðunni http://www.herasings.com/blog þar sem hægt er að kaupa diskana sem hún hefur gefið út. Þar kemur fram að hún hefur heimsótt Galdrasýningu á Ströndum í Vestfjarðatúrnum og greinilega fundist mikið til hennar koma, eins og reyndar kom fram á tónleikunum um kvöldið.

Lokatónleikar Heru á Íslandi verða í Reykjavík, laugardaginn 30. ágúst á Domo. Tónleikarniar hefjast kl. 21:00, og verða þeir síðustu á Íslandstúrnum, en síðan heldur hún aftur til Nýja Sjálands. Húsið opnar kl 20.00.

Hera á Café Riis – ljósm. Jón Jónsson