03/01/2025

Skautasvell við Galdrasýninguna

Frá því á áramótum hefur Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, brasað við að útbúa skautasvell á bílaplaninu framan við Galdrasafnið á Hólmavík. Árangurinn er með ágætum, enda hefur hann haft veðurguðina með sér í liði. Síðustu daga hafa verið stillur og frost á Ströndum og hafa börn og fullorðnir á öllum aldri mætt á svellið til að renna sér á skautum og rifja upp gamla takta. Góð aðstaða er síðan til að borða nesti og drekka kakó í galdragarðinum. Sýnist kunnáttan í góðu lagi og vonandi helst svellið áfram. Ásta Þórisdóttir á Hólmavík tók meðfylgjandi myndir af skautadansi Strandamanna.

Skautadans

frettamyndir/2009/580-skautar2.jpg

Ljósm. Ásta Þórisdóttir