22/12/2024

Sjóvá opnar umboðsskrifstofu í dag

Vefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Sjóvá: Nú í dag mun Sjóvá formlega opna umboðsskrifstofu í samvinnu við Sparisjóð Strandamanna. Skrifstofan er staðsett í húsnæði Sparisjóðsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík. Umboðið mun þjóna öllum Ströndum. Af þessu tilefni verða ráðgjafar Sjóvá staðsettir á skrifstofunni dagana 21. – 23. júní. Sjóvá vill bjóða Strandamönnum til að þiggja léttar veitingar kl. 16:00 í dag, 22. júní í skrifstofunni og gleðjast með okkur við þessa opnun.