22/12/2024

Siggi Björns á Hólmavík

Um næstu helgi stefnir tónlistarmaðurinn Siggi Björns á tónleika á Hólmavík. Verða þeir haldnir sunnudaginn 6. nóvember á Café Riis og hefjast kl. 21:00. Siggi Björns hefur haldið tónleika um nær alla Vestfirði í þessari yfirreið um fjórðunginn og tónleikarnir á Hólmavík eru síðastir í röðinni að þessu sinni. Nánar má fræðast um tónleikana á vefnum www.siggib.com. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 1.000.- en þar spilar Siggi bæði gamalt og nýtt efni og fléttar saman við misjafnlega sönnum lygasögum.