22/12/2024

Sextán lán sameinuð í eitt

Í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar frá því fyrr í vikunni kemur fram að tekið var fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga. Þar var lagt til að eldri lán sveitarfélagsins við sjóðinn væru sameinuð í eitt nýtt lán. Hefur sveitarfélögum landsins boðist slík skuldbreyting til hagræðingar. Breytingin hefur ekki kostnað í för með sér og næsta árs afborganir verða hinar sömu og áður. Samþykkt var samhljóða að verða við erindi sjóðsins og að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra verða í framhaldinu sextán lán sameinuð í eitt lán og er fjárhæðin rúmar 39 milljónir.