22/12/2024

Samræmdum prófum frestað

Vefnum hefur borist tilkynning frá Menntamálaráðuneyti um breytingar á dagskrá samræmdra prófa í 10. bekk grunnskóla vorið 2005. Bæði hefur prófdögum verið frestað og röð prófanna hefur einnig að nokkru leyti verið breytt frá því sem áður var tilkynnt. Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að ákvörðun þessi er tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna.

Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2005 verða sem hér segir:

  • Íslenska mánudagur 9. maí kl. 9.00-12.00
  • Enska þriðjudagur 10. maí kl. 9.00-12.00
  • Stærðfræði fimmtudagur 12. maí kl. 9.00-12.00
  • Danska föstudagur 13. maí kl. 9.00-12.00
  • Samfélagsfræði þriðjudagur 17. maí kl. 9.00-12.00
  • Náttúrufræði miðvikudagur 18. maí kl. 9.00-12.00