26/12/2024

SAH afurðir boða til fundar í Sævangi

SævangurSAH Afurðir ehf á Blönduósi boða til fundar í kaffistofu Sauðfjárseturs á Ströndum í Sævangi fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20:00. Sauðfjárbændur eru sérstaklega hvattir til að mæta, en á fundinum verður farið yfir rekstur síðasta árs og gerð grein fyrir þróun á kjötmarkaði og áætlun um haustslátrun sauðfjár áasmt annarri þjónustu við bændur. Menn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um leiðir til að mæta miklum kostnaðarhækkunum bænda og afurðastöðva.