23/12/2024

Rósmundur gengur 90 km í Vasa í dag

Rósmundur Númason á Hólmavík keppir í Vasa-göngunni í dag. Hann er kominn vel af stað og á 43 kílómetra eftir af þeim 90 km. sem gangan er. Hægt er að fylgjast með kappanum undir þessum tengli. Tíminn er góður hjá kappanum, betri en á síðasta ári. Rósmundur keppti í Hálf-Vasa á dögunum og lauk þeirri göngu á rúmum þremur tímum.