22/12/2024

Ríkisvaldið skortir skilning

Í grein sem Guðbrandur Sverrisson sveitarstjórnar-maður, bóndi og minkabani á Bassastöðum sendi hingað á vefinn og birt er undir flokknum Aðsendar greinar er rætt um minka- og refaveiðar. Ríkisvaldið hefur verið að draga sig út úr þátttöku í kostnaði við þessar veiðar sem bitnar mjög á landsstórum og fámennum sveitarfélögum. Auk þess sem ríkið hefur lækkað kostnaðarhlutdeild sína á síðustu árum hirðir það virðisaukaskattinn af veiðunum, en sveitarfélögin fá hann ekki endurgreiddan. Í nýlegri frétt hér á vefnum um dýrbít í Bæjarhreppi er einnig fjallað um þetta vandamál sveitarfélaga á landsbyggðinni sem stóru sveitarfélögin og ríkisvaldið virðast hafa lítinn skilning og áhuga á.