22/12/2024

Rafmagnstruflanir í Hrútafirði og Borðeyri næstu nótt

Í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða kemur fram að íbúar í Hrútafirði eru varaðir við því að rafmagnstruflanir verða í Hrútafirði og á Borðeyri næstkomandi nótt (aðfaranótt miðvikudagsins) vegna vinnu við spennuvirki í Hrútatungu. Verið er að prófa liða á staðnum og verða starfsmenn Rarik þar við vinnu.