22/12/2024

Rafmagnið hækkar hjá Orkubúi Vestfjarða

Í frétt í Svæðisútvarpi Vestfjarða á föstudaginn kom fram að Orkubú Vestfjarða hefur tilkynnt um hækkun verðskrár fyrir dreifingu raforku. Nemur hækkunin að jafnaði 13% og gildir frá og með 1. mars. Á ruv.is kemur fram að heildarreikningur fyrir raforku og dreifingu hækkar um tæp 7% hjá þeim sem ekki njóta niðurgreiðslna. Þá kemur fram að Orkubúið þarf að greiða hluta af kostnaði vegna leitar að heitu vatni í Tungudal í Skutulsfirði í haust. Borverkið kostaði um 175 milljónir en árangur varð enginn. Gert er ráð fyrir að lán Orkusjóðs til verksins að upphæð 102 milljónir verði fellt niður, en mismuninn upp á 73 milljónir verður Orkubú Vestfjarða að taka á sig.