22/12/2024

Rafmagn komið á í Árneshreppi

Rafmagn er nú komið á alla bæi í Árneshreppi, en flestir bæir í hreppnum voru rafmagnslausir í meira en sólarhring, frá því kl. 14:40 í gær. Á vefnum www.litlihjalli.is kemur fram að heimamönnum tókst að spengja saman brotinn staur við Mela og gera við slitna línu þar og við Gjögur. Veður er nú miklu betra og starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru á leiðinni í Árneshrepp á snjósleðum.