22/12/2024

Ráðherrar í nýstofnuðu Vinafélagi Árneshrepps

Vinafélagar 1 og 2 - ljósm. Gunnlaugur JúlíussonVinafélag Árneshrepps hefur verið stofnað til að freista þess að bjarga fámennasta sveitarfélagi landsins frá því að leggjast í eyði. Tveir ráðherrar gerðust fyrstu stofnfélagar. Frá þessu segir á visir.is. Árneshreppur er nyrsta byggð í Strandasýslu og fyrir miðja síðustu öld bjuggu þar yfir fimmhundruð manns. Nú er íbúafjöldinn kominn niður í fimmtíu og tvísýnt um heilsársbúsetu, enda aðeins tvö börn eftir í skólanum. Í dag var útgáfuteiti vegna bókar Hrafn Jökulssonar rithöfundar sem var í sveit í Stóru-Ávík og er nú aftur kominn í hóp íbúa Árneshrepps, en bókin heitir: Þar sem vegurinn endar.

Þar vitjar Hrafn sveitarinnar að nýju, eins og segir á bókarkápu, en í útgáfuhófi síðdegis var stofnað til Vinafélags Árneshrepps. Fyrstur til að skrá sig var Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála. Næstur kom Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en þriðji varð þingmaður Vinstri grænna, Atli Gíslason. Oddviti Árneshrepps segir að þangað vanti ungt fólk.

Frétt af visir.is.