22/12/2024

Prófkjör og kosningar framundan

645-helgi2

Nú hafa verið í gangi prófkjör og val á framboðslista hjá ýmsum flokkum og framundan eru kosningar til alþingis í haust. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is mun hugsanlega flytja einhverjar frumsamdar fréttir af þessum kosningum. Vefurinn mun hins vegar EKKI birta tilkynningar stjórnmálaflokka sem sendar eru á marga fjölmiðla og EKKI heldur stuðningsgreinar þeirra sem vilja að fólk velji einstaka frambjóðendur eða framboð. Eins verða EKKI birtar greinar eftir þá sem í framboði eru og sendar eru til allra fjölmiðla í kjördæminu, það er meira en nóg að þær séu aðgengilegar á öðrum fréttamiðlum. Einu greinarnar sem birtar verða á strandir.saudfjarsetur.is í tengslum við kosningarnar 2016 verða greinar sem sérstaklega eru skrifaðar til Strandamanna og eiga beint erindi við þá og eru eingöngu ætlaðar til birtingar á strandir.saudfjarsetur.is.