22/12/2024

Prjónakeppni í Dölunum

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stendur nú í þriðja sinn fyrir prjónasamkeppni í tengslum við haustfagnað félagsins sem jafnan er fyrsta vetrardag. Keppt verður í tveimur flokkum, flokki fullorðinna og flokki barna 16 ára og yngri. Í ár snýst keppnin um að að prjóna fylgihluti úr íslenskri ull. Nú er bara að láta hugmyndaflugið njóta sín, taka fram prjónanna og hefjast handa. Á haustfagnaðinum sem verður 21.-22. október verður margt til skemmtunar að venju – hrútasýning, sviðaveisla, hagyrðingar, rúningskeppni, markaður, grillveisla og dansleikur.