22/12/2024

Óskað eftir statistum í kvikmyndaleik

Clémentine Delbeque er nú stödd á Ströndum með samstarfsfólki og hefur verið að vinna að upptökum á dansstuttmynd sinni sem ber titilinn Water is dress. Á morgun laugardag verður hópsena tekin upp í Bragganum klukkan 14:00. Clémentine biður alla áhugasama vinsamlegast um að mæta þar og leika áhorfendur á öllum aldri að dansatriði. Rétt er að taka fram að ekki þarf að tala eða dansa. Fyrirspurnum svarar Katla Kjartansdóttir í s. 865-4463.