22/12/2024

Öllum tilboðum í skólaakstur hafnað

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar voru tekin fyrir tilboð í skólaakstur á Langadalsströnd, en aksturinn var boðinn út í lok maí. Þrjú tilboð bárust: Ágúst Guðjónsson bauð 97 kr. á hvern ekinn km.,  Karl Víðir Jónsson bauð 97 kr. á hvern ekinn km. og Þórður Halldórsson 117 kr. á hvern ekinn km. Eftir að hafa borið tilboðin saman við núverandi rekstrarkostnað vegna skólaaksturs samþykkti sveitarstjórn samhljóða að hafna öllum tilboðum og halda áfram sama rekstrarformi og verið hefur síðastliðin tvö ár.