22/12/2024

Ólafsdalshátíðin nálgast

Næstkomandi sunnudag, 7. ágúst, verður Ólafsdalshátíðin haldin í Gilsfirði. Hún er nú haldin í fjórða skiptið. Ókeypis aðgangur er að hátíðinni og margt til skemmtunar. Hátíðin sjálf hefst kl. 13:00, en undanfari hennar er skemmtiganga kl. 11:00, eins og nánar má sjá í dagskrá hátíðarinnar hér að neðan. Allir eru velkomnir á hátíðahöldin og aðgangur er ókeypis.

11.00 Undanfari hátíðar. ,,Minjar og daglegt líf í Ólafsdal" Fræðsluganga um Ólafsdalsjörðina undir leiðsögn Guðmundar Rögnvaldssonar frá Ólafsdal.

12.30 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Fjöldi vinninga.

13.00 Ávörp: Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Tónlist: KK (Kristján Kristjánsson) skemmtir.
Erindi: Sólveig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunar
Tónlist: KK skemmtir.

14.15-17.00 Ólafsdalsmarkaður og veitingar: fjölbreytt handverk – Ólafsdalsgrænmeti – ostar – Erpsstaðaís – kræklingur og margt fleira. Kaffiveitingar.

15.00 Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið ,,Mjallhvít og dvergarnir sjö".

12.00-17.00 Sýningar í skólahúsinu:
– Afmælissýningin ,,Ólafsdalsskólinn 1880-1907"
– ,,STRENGUR": textar og tónlist eftir Tómas R. Einarsson, ásamt kvikmynd.
– Sýning um surtarbrandsnámuna á Tindum á Skarðsströnd.

Ólafsdalshappdrætti til styrktar félaginu: miðaverð 500 kr
Hestar teymdir undir börnum. Gömul farartæki.

Kaffihlaðborð að Skriðulandi kl 13.00-21.00

ATH: netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla/taka þátt í happdrætti.