23/12/2024

Ófærð um Strandir

Nú í hádeginu er skollið á hið versta veður hér við Steingrímsfjörð og lítið ferðafæri. Á veg Vegagerðarinnar eru nú vegir auglýstir ófærir um Steingrímsfjarðarheiði og suður Strandir og þungfært á milli Hólmavíkur og Drangsness. Óveður er á Steingrímsfjarðarheiði, ANA 20 m/s, og stórhríð og él eru víðar á Ströndum.