30/10/2024

Nú er úti veður vott …

Veðurspáin fyrir Strandir gerir ráð fyrir töluvert  hvassri sunnanátt í kvöld og þegar er farið að hvessa nokkuð nú um hádegisbilið. Hálkublettir eru á vegum. Veðurspáin gerir ráð fyrir sunnan 15-20, en 18-23 um tíma í kvöld og rigningu. Hitinn á Ströndum og Norðurlandi vestra verður á bilinu 0 til 5 stig. Reiknað er með að það lægi mikið uppúr miðnætti og þá verði snjókoma í fyrstu en él síðar í nótt. Suðvestan 10-15 á morgun, él og vægt frost. Næstu daga er síðan gert ráð fyrir áframhaldandi umhleypingum á Ströndum.