26/12/2024

Norðmenn koma færandi hendi

Enn eitt árið koma fulltrúar frá Hole í Noregi færandi hendi með jólatré sem sett verður upp við Grunnskólann á Hólmavík þriðjudaginn 5. desember kl. 18:15. Hole er vinabær Hólmavíkur í Noregi og þeir sem koma með tréð að þessu sinni eru Svend Otto Sundby og Harald Farstad. Vonandi er að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka á móti þessari gjöf sem gefin er af vinarhug.