22/12/2024

Norðlæg átt næsta sólarhringinn

Færð á vegumNú er snjór á vegi suður Strandir frá Hólmavík, en hreinsun stendur yfir. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og milli Drangsness og Hólmavíkur, en þungfært á Langadalsströnd og í Bjarnarfjörð. Bjarnarfjarðarháls er ófær. Mokað var frá Norðurfirði í Gjögur í tengslum við flug í gær, en mikill snjór er kominn í Árneshreppi.

Veðurspáin næsta sólarhring fyrir Strandir og Norðurland vestra gerir ráð fyrir norðaustan 8-15 m/s og snjókomu með köflum, einkum á annesjum. Norðlægari í nótt. Frost verður á bilinu 1-10 stig, minnst á annesjum.