22/12/2024

Námskeið og ráðgjöf í ferðaþjónustu

Sólveig Dagmar Þórisdóttir, menningarmiðlari, grafískur hönnuður og ökuleiðsögumaður, er nýr gestur í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu. Hún býður ferðaþjónustuaðilum á Ströndum og nærsveitum upp á námskeiðið Mennta- og menningartengd ferðaþjónusta á Ströndum og Vestfjörðum í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Sólveig mun leiða hugmyndavinnu á námskeiðinu með aðaláherslu á vetrartímann. Á meðan dvöl hennar stendur, 8.-19. febrúar, mun hún einnig veita einstaklingsráðgjöf til ferðaþjónstuaðila og hægt verður að panta hjá henni viðtalstíma í Skelinni í síma 863-0360.

Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 17. febrúar, kl. 20 í Grunnskólanum á Hólmavík, Skólabraut 20. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.