22/12/2024

Námskeið í ullarþæfingu á Sauðfjársetrinu

thaefing1

Þæfingarnámskeið verður haldið á Sauðfjársetrinu laugardaginn 1. nóvember næstkomandi. Leiðbeinandi verður listakonan Margrét Steingrímsdóttir sem einnig var með námskeið í þæfingu á Sauðfjársetrinu á síðasta ári. Þá var einnig uppi sýning á verkum hennar á listasviðinu á Sauðfjársetrinu í Sævangi sumarið 2013. Námskeiðið er 4 klukkustundir og hentar bæði byrjendum og lengra komnum í þæfingarlistinni. Verð á námskeiðinu er kr. 14.000.- og er allt efni innifalið. Skráning fer fram hjá Ester Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra Sauðfjárseturs á Ströndum í síma 693-347.