09/09/2024

Á staur við Sauðfjársetrið

FálkiÞegar tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is ók sem leið lá fram hjá Sauðfjársetrinu í Sævangi á dögunum rak hann augun í fálka sem sat á öðrum hliðstaurnum og ýfði fjaðrirnar, en lét þó ekki umferðina hræða sig. Var fuglinn svo vinsamlegur að sitja sem fastast á meðan myndavélarnefna var sótt á næsta bæ og beið svo rólegur á meðan nokkrar myndir voru festar á minniskubbinn. Það er alltaf gaman að sjá svona fugla í návígi, en að lokum leiddist fálkanum þófið og flaug út í mugguna á eftir snjómokstursbíl sem nýverið hafði brunað framhjá.

400-falki2 400-falki

580-falki10 580-falki20

Furðufugl á staur – ljósm. Jón Jónsson