22/12/2024

Nafn á nýja sveitarfélagið

Samstarfsnefnd um sameiningu Broddanes- og Hólmavíkurhreppa í eitt sveitarfélag hefur nú sent fjórar tillögur að nafni á nýja sveitarfélagið til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Kemur fram að þetta eru þær fjórar tillögur sem flestar tilnefningar fengu frá íbúum sem gafst færi á að senda samstarfsnefnd sveitarfélaganna tillögur um nýtt nafn, en síðan á að kjósa á milli þriggja af þeim. Þau nöfn sem send voru Örnefnanefnd til umsagnar eru Heimabyggð, Strandabyggð, Strandahreppur og Sveitarfélagið Strandir.