22/12/2024

Myndlistarsýning á Degi leikskólans

LeikskólabörnFöstudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur öðru sinni. Af þessu tilefni ætla börn og starfsfólk á Leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík að bjóða foreldrum að koma og borða með morgunmat á leikskólanum frá kl. 8:20- 9:00 á morgun. Einnig verður myndlistarsýning í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík í tilefni af Degi leikskólans, en frá þessu er sagt á vef Leikskólans – www.123.is/laekjarbrekka. 6. febrúar varð fyrir valinu sem Dagur leikskólans vegna þess að þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. 

Félag leikskólakennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla hrundu verkefninu um Dag leikskólans af stað, en ætlunin með því er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og kynningu þess út á við.