22/12/2024

Myndir úr Kirkjubólsrétt

150-birkir4Birkir Þór Stefánsson bóndi í Tröllatungu afhenti Sauðfjársetri á Ströndum fyrir skemmstu um það bil 60 ljósmyndir sem verið er að vinna í þessa dagana, koma þeim á tölvutækt form og skrá þær. Myndirnar eru tengdar búskapnum í Tröllatungu og einnig eru margar myndir frá réttarstörfum í Kirkjubólsrétt. Réttarmyndirnar virðast teknar laust eftir 1980. Hér fyrir neðan gefur að líta brot af þessum myndum frá Birki, lesendum til skemmtunar.

 350-birkir1 350-birkir2 350-birkir5 350-birkir6 350-birkir7

580-birkir4Ljósmyndir úr safni Birkis í Tungu