22/12/2024

Myndir frá skíðamóti

Þátttakendur á mótinuUm síðastliðna helgi hélt Skíðafélag Strandamanna skíðagöngumót í Selárdal við Steingrímsfjörð. Um var að ræða svokallaða firmakeppni og kepptu þar 9 lið í boðgöngu. Úrslit á mótinu hafa þegar birst hér á vefnum, en hér birtum við nokkrar myndir sem fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Kristín Einarsdóttir smellti af á mótinu. Starfsmenn mótsins voru Ingimundur Pálsson, Bryndís Sveinsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, Björn Hjálmarsson, Már Ólafsson og Kristín Einarsdóttir.

Ljósm. Kristín S. Einarsdóttir