23/12/2024

Myndir frá Karókíkeppni í Bragganum

Mörg atriðin á karókíkeppni Café Riis í gærkveldi voru skemmtileg og að venju nokkuð lagt upp úr búningum og sviðsframkomu. Þetta hefur tryggt vinsældir keppninnar og fjölmargir áhorfendur leggja leið sína í Braggann ár hvert þegar karókíkeppnin er haldin. Í gærkvöld fylgdi síðan dansleikur á Café Riis með snillingunum Rúnari Þór, Gylfa og Megasi í kjölfarið og var fjör langt fram á nótt. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is var á keppninni með myndavélina og náði að festa nokkur eftirminnileg augnablik á minniskubbinn.

  

Karókíkeppni í Bragganum á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson