22/12/2024

Minnt á val á Strandamanni ársins 2011

Minnt er á val á Strandamanni ársins 2011 sem nú stendur yfir hér á vefnum. Tilgangurinn með framtakinu er að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem vel er gert í samfélaginu og þá sem standa sig með prýði. Hægt verður að senda inn tilnefningar fram að miðnætti sunnudaginn 8. janúar. Undir þessum tengli má velja Strandamann ársins 2011 og hann má líka nálgast í gegnum auglýsingu á vefnum eða tengil efst vinstra megin! Þar tilgreina þeir sem þátt taka hver fær þeirra atkvæði og hvers vegna. Allir Strandamenn nær og fjær eru hvattir til að taka þátt, en í síðari umferð verður valið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá.