22/12/2024

Með allt á hreinu! á Hólmavík

640-gottkvold5

Leikfélag Hólmavíkur og Grunnskólinn á Hólmavík slá ekki slöku við í leiklistinni og nú er hafinn undirbúningur að sameiginlegri uppsetningu þeirra á leikriti sem byggist á Stuðmannamyndinni frægu Með allt á hreinu. Það er Arnar S. Jónsson sem vann leikgerðina og leikstýrir jafnframt hópnum, en flestir leikarar koma úr Grunnskólanum á Hólmavík. Einnig taka þátt þrautreyndir leikarar frá Leikfélagi Hólmavíkur en samstarf þessara aðila hefur verið með miklum ágætum síðustu ár. Tónlistarstjóri er Borgar Þórarinsson. Stefnt er á frumsýningu 18. mars næstkomandi. Meðfylgjandi mynd er frá æfingu á leikritinu Gott kvöld sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp fyrr í vetur.