22/12/2024

Matsskýrsla á vefnum

Búið er að birta Matsskýrslu Náttúrustofu Vestfjarða og Línuhönnunar frá því í maí 2005 um veg um Arnkötludal og Gautsdal á vef Leiðar ehf – www.leid.is. Skýrslan er aðgengileg undir þessum tengli hér á pdf-formi. Þessa dagana eru þær fréttir af verkefninu að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum og Hólmavíkurhreppur hafa tekið vel í að koma að fjármögnun og flýta með því framkvæmdum. Vinnu Leiðar ehf. við umhverfismat vegarins er nú lokið og Skipulagsstofnun mun væntanlega auglýsa eftir athugasemdum við matið næstu daga.